Hafsjór af hugmyndum – frestur til 15. júní

Vegna aðstæðna var skilafrestur lengdur í Nýsköpunarkeppninni fram til 15. júní 2020 og eru því bæði nýsköpunarkeppnin og háskólaverkefnið “Hafsjór af hugmyndum” með sama skilafrest.

Það er því enn nógur tími til að sækja um.

Vinnustofur Nýsköpunarmiðstöðvar og Vestfjarðastofa munu verða haldnar í lok júní í hæfilegum hópum með umsækjendum í nýsköpunarkeppninnar á hverjum stað á Vestfjörðum.

Markmiðið með nýsköpunarkeppninni er að: 

  • Auka nýsköpun.
  • Hvetja starfandi fyrirtæki, frumkvöðla og nema til nýsköpunar.
  • Skapa ný og eftirsóknarverð störf í sjávarútvegi eða tengdum greinum.
  • Auka virði og framlegð úr því hráefni sem berst í land á Vestfjörðum sem og ónýttum auðlindum.

Við mat á verkefnum verða eftirfarandi þættir hafðir til hliðsjónar; nýnæmi, raunhæfni, arðsemi,  að verkefnin skapi ný störf tengd sjávarfangi á Vestfjörðum, aukin nýting sjávarauðlindarinnar, markaðsmál og staða hugmyndarinnar þ.e. hversu líklegt má teljast að hægt sé að hrinda hugmyndinni í framkvæmd.

Markmiðið með háskólaverkefnunum er að:  

  • Hvetja til nýsköpunar.
  • Skapa ný og eftirsóknarverð störf í sjávarútvegi eða tengdum greinum á Vestfjörðum.

Afla þekkingar byggðum á vísindalegum grunni um sjávarbyggðir Vestfjarða.

Í háskólaverkefnunum er opið fyrir masters- og doktorsnema að vinna að verkefnum í náttúru-, og tæknigreinum sem og í viðskipta – og félagsvísindum í tengslum við sjávarútveg. Það er því mjög breytt svið fræðigreina sem geta komið að þessum verkefnum.

Til upprifjunar er hér kynningarmyndband um keppnina og fyrirtækin sem eru hluti af sjávarútvegsklasanum.   https://www.youtube.com/watch?v=Zk6dXgYxQy0

Allar nánri upplýsingar veitir Guðrún Anna Finnbogadóttir í netfangið: gudrunanna@vestfirdir.is

Hvetjum alla frumkvöðla og háskólanema til að sækja um en nú er tækifærið að fara á fullt í frumkvöðlastarf á Vestfjörðum

DEILA