Guðsþjónustur á ný

Tálknafjarðarkirkja.

Á morgun verða guðsþjónustur Þjóðkirkjunnar að nýju mjög víða með nokkuð hefðbundnu sniði. Þau mega ekki vera fleiri en fimmtíu sem sækja hverja kirkju fyrir sig og tveggja metra nálægðarreglan skal virt. Ekki verður heimilt að taka fólk til altaris.

Vakin er athygli á þessu á síðu Vestfjarðaprófastdæmis. Þar segir að fróðlegt verði að sjá og heyra hvernig einstaka söfnuðir munu leysa málið, til dæmis með niðurskipan í kirkjubekki og fjarlægðarmerkingar, og fleira í þeim dúr.

Sr Bryndís Svavarsdóttir messar verður í Tálknafjarðarkirkju á morgun kl 14.

Starf kirkjunnar er þar með að færast í venjulegt horf. fermingarfræðsla hófst á Ísafirði síðastliðinn þriðjudag. Horft er til þes að fermingar geti verið í ágúst og september.

 

DEILA