Flateyri: samningur um verkefnastjóra samþykktur í bæjarstjórn

Sigurður Jón Hreinsson bæjarfulltrúi. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt samning milli sveitarfélagsins, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Vestfjarðastofu. Samningurinn gildir til 30. aprí 2023.

Markmið samningsins er að vinna að framfaramálum á Flateyri. Byggðastofnun verður til ráðgjafar út frá reynsla og aðferðarfræði um brotnar byggðir.

Ráðuneytið leggur til 78 milljónir króna á samningstímanum, en setur fyrirvara um samþykkt Alþingis og einnig fyrirvara sem lýtur að aðstæðum í ríkisfjármálum.  Ísafjarðarbær greiðir 50% af launum verkefnisstjóra auk stjórnunarkostnaður. Vestfjarðastofa veitir ráðgjöf og hefur umsjón með styrkúthlutunum.

Í verkefnisstjórn verða fimm, tveir frá Ísafjarðarbæ, aðrir tveir frá íbúun Flateyrar og einn frá Vestfjarðastofu.

Átta bæjarfulltrúar samþykkti samninginn. Sigurður Jón Hreinsson greiddi atkvæði gegn samningnum og lét bóka:

„Undirritaður getur ekki stutt tillögu um að verkefnastjóri á Flateyri verði starfsmaður Ísafjarðarbæjar. Að mínu mati er grundvallarspurningin í málinu enn ósvöruð; hvort líklegra sé að starf hans í atvinnuráðgjöf verði árangursríkara, verandi eini slíki starfsmaður bæjarins, eða sem hluti af stærri hópi sérfræðinga í atvinnuráðgjöf hjá Vestfjarðastofu!“

DEILA