Dýralæknaþjónusta tryggð næsta árið

Samningar hafa tekist milli Matvælastofnunar og Sigríðar Ingu Sigurjónsdóttur, dýralæknis um áframhaldandi þjónustu hennar á Vestfjörðum næsta árið. þetta staðfestir Sigríður í samtali við Bæjarins besta. Hún segir að um það hafi samist að hún geti tekið sér frí og fengið afleysingadýralækni, en það hefur verið eitt helsta ágreiningsefnið að dýralæknirinn hefur stöðugt verið á vakt. Sigríður segir að hún hafi góðar vonir um að það gangi eftir og að þessi lausn muni stuðla að því að byggja upp dýralæknisþjónustuna á svæðinu.

DEILA