Dynjandisheiðin opnast næstu daga

Búið er að moka veginn úr Trostansfirði upp að Dynjandisheiði (kaflann Foss-Helluskarð) en hann er mjög viðkvæmur og þar er því aðeins leyfður 2ja tonna ásþungi.

Í tilkynningu Vegagerðarinnar segir að Dynjandisheiðin opnist  vonandi fljótlega eftir helgi en það muni taka eitthvað lengri tíma að opna Hrafnseyrarheiðina.

Færð er almennt góð á vegum á Vestfjörðum. Þó er snjór á Steingrímsfjarðarheiði á köflum og Hrafnseyrarheiði er lokuð, svo og Dynjandisheiði eins og fram kemur í yfirliti Vegagerðarinnar.

 

 

DEILA