Covid19: aðeins 16 virk smit á Vestfjörðum

Aðeins eru 16 virk smit á Vestfjörðum segir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, sóttvarnarlæknir á Vestfjörðum. Hún vonast til þess að engin verði í einangrum að viku liðinni en segir þó að slá verði varnagla vegna þess hver kóronaveiran hefur reynst erfið viðureignar.

Súsanna segist að á hjúkrunarheimilinu Bergi séu nú aðeins tveir vistmenn með virkt smit eftir að þrír voru útskrifaðir í gær. Fjórir vistmenn smituðust ekki.

Á hæðinni fyrir ofan Berg, þar sem eru íbúðir fyrir aldraða, komu upp nokkur smit en í gær var aflétt einangrun af hæðinni. Í varúðarskyni verða íbúarnir í sóttkví í eina viku segir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir.

Í tölum frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að aðeins 14 manns séu nú í sóttkví.

DEILA