Bolungavík: styður kröfur Eldingar

Smábátar í Bolungavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Bolungavíkurkaupstaður styður tillögur Landssambands smábátaeigenda til sjávarútvegsráðherra þar sem farið er fram á að heimilt verði að nýta 48 daga á strandveiðum á 12 mánaða tímabili í stað fjögurra mánaða eins og nú er og að afnumið verði bann við fleiri ró’rum en þremur í viku hverri.

Bæjarráðið bókaði að það styddi  „tillögu Eldingar um tímabundnar breytingar á reglum um strandveiðar og skorar á sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra að rýmka reglur og auka þannig sveigjanleika og hámarka arðinn af auðlindinni“ og bæjartstjórnin hefur síðan staðfest þá afstöðu.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar  fékk einnig erindi frá Eldingu, svæðisfélagi Landssambands smábátaeigenda þar sem óskað var eftir stuðningi við ofangreindar tillögur og tók það fyrir á fundi sínum á mánudaginn.

Erindið var lagt fram til kynningar.

DEILA