Víkurskálinn opnar aftur

Víkurskálinn í Bolungavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Víkurskálinn í Bolungarvík opnaði aftur í síðustu viku eftir að hafa verið algerlega lokaður í nærri mánuði vegna covid19.

Aðeins er þó opið frá kl 17 – 21 og selt í gegnum lúgu. Oddur Ahrens veitingamaður sagði í samtali við Bæjarins besta að  þetta fyrirkomulag yrði út maí, en svo gæti farið eftir 4. maí ef aðstæður leyfa að opnunin yrði aukin og opnað inn í veitingaskálann.

Þá hefur Einarshús verið lokað undanfarnar vikur en að sögn Arnars Stefánssonar, framkvæmdastjóra og eiganda hafa pizzur verið seldar eftir pöntunum og hefur viðskiptavinum gefist kostur á að sækja pizzur á ákveðnum tímum þrisvar í viku.  Arnar segir að vel hafi selst. Fyrirkomulagið verður endurmetið í takt við sóttvarnareglur þegar þær taka breytingum.

DEILA