Vesturbyggð: mótvægisaðgerðir vegna covid19

Vegna röskunar á skóla- og frístundastarfi i Vesturbyggð hefur bæjarstjórn ákveðið að felld verði niður gjöld vegna þeirrar þjónustu sem hefur orðið skerðing á vegna útbreiðslu Covid-19.

Gildistími aðgangskorta í íþróttamiðstöðvarnar Brattahlíð og Byltu verða framlengdur sem nemur lokun þeirra.

Bæjarstjórn ákvað að fresta  gjalddögum fasteignagjalda með svipuðum hætti og ríki býður fyrirtækjum að fresta gjalddögum vegna staðgreiðslu og tryggingagjalds.

Þá var ákveðið að vinna  greiningu á gjaldskrám Vesturbyggðar þar sem kannað verður hvort unnt sé að lækka tímabundið eða breyta tilteknum liðum.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur falið sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að greina hvaða framkvæmdum væri unnt að flýta á næstu mánuðum sem og hvaða framkvæmdir sveitarfélagið geti ráðist í verði fjármálareglur sveitarfélaga rýmkaðar þannig jafnvægisreglu og skuldareglu verði tímabundið vikið til hliðar.

DEILA