Vegagerðin: Þungatakmörkunum aflétt

Þeim sérstöku þungatakmörkum sem verið hafa í gildi á Vestfjörðum undanfarna daga verður aflétt mánudaginn 27. apríl kl. 10:00.

5 tonna ásþungi á Drangsnes- og Strandavegi verður þó áfram í gildi.

Hvalfjarðargöng lokuð

Vegna viðhaldsvinnu verða Hvalfjarðargöng lokuð í næstu viku aðfaranætur 28. og 29. apríl frá kl 23.00 til 06.00. Umferð verður vísað um Hvalfjörð ( veg 47) á meðan þessari vinnu stendur.

DEILA