Þjóðkirkjan: Framlengd afleysing á Reykhólum

Sr. Anna Eiríksdóttir.

Biskup Íslands hefur falið sr. Önnu Eiríksdóttur að leysa af sem prestur í Breiðafjarðar- og Strandaprestakalli frá og með 1. júní til og með 30. september 2020. Er sr. Önnu einkunn ætlað að sinna Reykhólasvæðinu auk annarra afleysinga, en hún er sóknarprestur í Búðardal.

Sr. Magnús Erlingsson, prófastur í Vestfjarðarprófastdæmi segir að fyrir tveimur árum hafi  komið  upp mygla og raki í prestsbústaðnum á Reykhólum. Það varð til þess að presturinn flutti á brott með fjölskyldu sína. Fyrsta veturinn kom prestur öðru hvoru úr Reykjavík til sinna Reykhólasvæðinu, en núna síðastliðinn vetur hefur sr. Anna í Búðardal sinnt afleysingunum. Í raun er bara verið að framlengja hennar þjónustu þarna fram á haustið segir sr. Magnús.

„Það er í bígerð að gera upp prestsbústaðinn en hingað til hefur vantað fé til að fara í þær viðgerðir. Þegar viðgerðum verður lokið verður ráðinn að nýju prestur með aðsetur á Reykhólum.“

DEILA