Ögur: umferðin minnkaði um 83%

Garðsstaðir og Ögur séð til suðausturs. Myndin er frá 1991. Mynd: Mats Wibe Lund.

Umferðin um Ögur yfir páskana var aðeins 17% af umferðinni um síðustu páska. Þetta kemru fram í tölum sem Kristinn Þ. Jónsson deildarstjóri við umferðaþjónustu Vegagerðarinnar hefur tekið saman.

Frá þriðjudegi fyrir páska til og með laugardeginum fyrir páskadag fóru 300 bílar um Ögur í Ísafjarðardjúpi. Í fyrra var umferðin 1800 bílar á sama tíma. Landsmenn hafa greinilega ákveðið að hlýða Víði því samdrátturinn er 5/6 eða 83%. Væntanlega er ein skýringin sú að hátíðirnar Aldrei fór ég suður og skíðavíkan á Ísafirði voru felldar niður.

Samkvæmt samantektinni hefur umferðin ekki verið minni frá árinu 2000.

Ár         Fjöldi bíla

2000         495

2001         625

2002         681

2003         763

2004         775

2005         804

2006         837

2007         972

2008         882

2009         995

2010      1.193

2011      1.200

2012      1.301

2013      1.247

2014      1.147

2015      1184

2016      1271

2017      1424

2018      1508

2019      1800

2020        300

DEILA