Mast auglýsir eftir dýralæknum

Matvælastofnun hefur  auglýst eftir sjálfstætt starfandi dýralæknum til að taka að sér almenna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu í dreifðum byggðum landsins. Auglýstar eru meðal annarra staða á Þjónustusvæði 2 sem nær yfir Dalabyggð, Reykhólahreppur, Strandabyggð, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og fyrrum Bæjar­hreppur. Henni fylgir ein staðaruppbót.

Einnig er auglýst Þjónustusvæði 3 sem nær yfirVesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Ísafjarðarbær, Bolungarvíkurkaupstaður og Súðavíkurhreppur. Ein staðaruppbót fylgir þeirri stöðu.

Í lýsingu segir í auglýsingu Matvælastofnunar að almennu dýralæknisþjónustunni tilheyri einnig að standa vaktir kvöld, nætur og helgidaga að tilteknu hámarki. Nýtt og breytt fyrirkomulag felur í sér möguleika til hefðbundinna afleysinga segir í lýsingunni.

Samningar eru gerðir til 5 ára og gilda frá og með 1. maí 2020. Staðaruppbót sem greidd er samkvæmt þjónustusamningi er í formi mánaðarlegrar þóknunar. Hægt er að sækja um fullar staðaruppbætur eða að hluta, með tilheyrandi skerðingu á skyldum. Þóknun fyrir opinber eftirlitsverkefni unnin samkvæmt verkkaupasamningi við Matvælastofnun er tímagjald.

Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2020.

DEILA