Ísafjarðarbær: vill að ríkið yfirtaki Eyri

Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ hefur sent erindi til Heilbrigðisráðuneytisins þar sem farið er fram á að ríkið yfirtaki núverandi húsnæði hjúkrunarheimilisins Eyri á Ísafirði samhliða því sem gerður verður samningur milli ríkisins og Ísafjarðarbæjar um viðbyggingu við Eyri sem nemur 10 nýjum hjúkrunarrýmum.

Í september 2019 setti Heilbrigðisráðuneytið byggingu 10 rýma við Eyri á Ísafirði inn á framkvæmdaáætlun fyrir byggingu hjúkrunarrýma. Gert er ráð fyrir að ríkið greiði 85% kostnaðar og Ísafjarðarbær greiði 15% og eru framundan samningar um það verkefni.

Hjúkrunarheimilið Eyri opnaði fyrir 4 árum og ar eru 30 rými. Á þeim tím avar ráðgert að sveitarfélögin tækju við öldrunarmálum.  Í bréfi bæjarstjóra til ráðuneytisins segir : „Þau áform voru ástæða þess að Ísafjarðarbær tók að sér að byggja og eiga húsnæðið í gegnum svokallaða leiguleið þ.e. fjármögnun með láni frá Íbúðalánasjóði. Í framangreindum samningi er gert ráð fyrir að ríkið leigi húsnæðið af Ísafjarðarbæ til 40 ára. Tengigangur sem tengir húsnæðið við húsnæði Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða var hins vegar byggður af Ísafjarðarbæ samkvæmt sérstöku samkomulagi þar um.“

Hefur bygging og rekstur Eyrar verið „verulega íþyngjandi í rekstri sveitarfélagsins sem er óviðundandi þar sem það er ekki hlutverk sveitarfélagsins að eiga og reka hjúkrunarheimili.“  segir Birgir Gunnarsson að lokum.

Myndin að neðan var tekin í september 2019 þegar tilkynnt var um fyrirhugaða stækkun Eyrar.

 

DEILA