Ísafjarðarbær: 18 virkjunarkostir metnir – 6 mögulega hagkvæmir

Gljúfurá í Arnarfirði er einn kosturinn. Mynd: jonsigurdsson.is

Í nýútkominni skýrslu Verkís fyrir Vestfjarðastofu um smávirkjanir á Vestfjörðum eru  18 kostir metnir í Ísafjarðarbæ. Þrír kostir reynast hagkvæmir og þrír til viðbótar eru mögulega hagkvæmir.

Allt landsvæði sveitarfélagsins var undir að undanskildum vatnasviðum Mjólkár og Dynjanda ásamt mögulegum virkjanakostum á Glámu. Þá var ekki horft til virkjanakosta í friðlandinu á Hornströndum né heldur norðan Rjúkandisár í Unaðsdal.

Metnir voru 18 virkjanakostir, í Stóravatni í Súgandafirði, Buná og Langá í Engidal í Skutulsfirði, Hólsá, Veðraá, Tunguá í Firði, Þverá í Bjarnadal, Tunguá í Valþjófsdal, Dalsá í Valþjófsdal og Þverá á Ingjaldssandi, allar í Önundarfirði, Hjarðardalsá, Hvallátradalsá, Hvammsá og Ausuá, Lambadalsá og Þverá í Lambadal í Dýrafirði, Hrafnseyrardalsá og Gljúfurá í Arnarfirði og Rjúkandisá á Snæfjallaströnd.

Grænt er hagkvæmur kostur og gult þýðir mögulega hagkvæmt.

DEILA