Hvest: Þyrla væntanleg í dag

Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vel hafi verið bruðist við ákalli um fleiri starfsmenn til stofnunarinnar og að þyrla Landhelgisgæslunnar myni fara úr Reykjavík um kl 13:30 í dag ef veður leyfir. Í hálofunum er ókyrrð og ekki öruggt með flug. Með vélinni koma 10 sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar. verða þeir í a.m.k. viku og sumir lengur. Þá segir Gylfi að fleiri munu koma næstu daga.

Liðsaukinn gjörbreytir stöðunni á Heilbrigðisstofnunni sem hefur verið afar erfið vegna smits starfsmanna eða gruns um smit. Einn vandinn liggur í því, að sögn Gylfa, að það tekur  2-3 daga að fá niðurstöðu úr sýnatöku og á meðan beðið er þurfa heilu teymin af  starfsmönnum  að vera í sóttkví og geta ekki unnið.

Tugir af sýnum hafa verið send suður og beðið er eftir niðurstöðum úr greiningu á þeim. Eitt staðfest smit er komið upp á Flateyri. Sýni frá Súgandafirði og Dýrafirði hafa verið tekin en smit ekki enn staðfest.

hjúkrunarheimilið Berg

Tveir eru sýktir af Covid og þrír heimilismenn í einangrun og búið að taka sýni. Fimm íbúar eru í sóttkví án einkenna.

Meirihluti fastra starfsmanna á hjúkrunarheimilinu Bergi eru í einangrun, þar af fimm með staðfest smit. Aðrir fastir starfsmenn utan þriggja eru í sóttkví og er heimilinu því sinnt nær eingöngu af fólki úr bakvarðasveit eða öðrum deildum stofnunarinnar.

Söfununin gleðileg

„Við erum ótrúlega ánægð með söfnunina og hvað vel hún hefur gengið“ segir Gylfi um framtak hópsins Stöndum saman Vestfirðir. Á undraskömmum tíma söfnuðust rúmlega 10 milljónir króna. Markmiðið var að safna 7 milljónum króna fyrir tveimur BiPap öndunarvélum sem verða á Ísafirði og Patreksfirði. Gylfi segir að þegar sé farið að gera ráðstafanir til þess að panta og kaupa vélarnar.

Þar sem meira safnaðist þá verður hugað að kaupum á fleiri tækjum fyrir stofnunina og nefndi Gylfi svæfingavél sem er samtengd við hjartamonitor. Hún er nauðsynleg fyrir skurðstofu og fæðingarþjónustu.

DEILA