Helgiganga heima í stofu – í dag kl 10 – 12

Undanfarin ár hefur verið farið í helgigöngu á föstudaginn langa í Önundarfirði og gengið að Holti.  Þetta hefur verið vinsæll viðburður og aldrei fallið niður þó að veðrið hafi verið æði misjafnt. Þrátt fyrir samkomubann mun gangan heldur ekki falla niður í ár. Að þessu sinni ætlar sr. Fjölnir Ásbjörnsson að ganga einn milli Flateyrarkirkju og Holtskirkju og hefst gangan kl.10 á föstudaginn kemur. Streymt verður frá göngunni á facebooksíðu prestakallsins:

https://www.facebook.com/Holtsprestakall-109093477407315/

Fjölnir  vonast til þess  að sem flestir sjái sér fært að koma með honum í gönguna í anda og fylgjast með þessu í tölvunni eða símanum. Útsendingin byrjar kl. 10:00 í Flateyrarkirkju og líkur væntanlega um tveimur tímum síðar í Holtskirkju.

DEILA