Gísli á Uppsölum snýr aftur í nýju atvinnuleikhúsi á Vestfjörðum

Frá leikhúsinu í Haukadal. Mynd: Kómedíuleikhúsið.

Kómedíuleikhúsið tekur sumrinu fagnandi og mun leikhúsið iða af lífi í sumar. Tekið verður  í notkun eigið leikhús, Gíslastaðir í Haukadal Dýrafirði. Líklega er þetta minnsta atvinnuleikhús á Íslandi tekur aðeins 25 í sæti.

Opnunarsýning leikhússins verður endurfrumsýning á einu af allra vinsælustu verkum okkar, Gísli á Uppsölum. Leikur sem var sýndur 83 sinnum bæði í Þjóðleikhúsinu og um land allt.

Gísil á Uppsölum snýr aftur fimmtudaginn 4. júní á Gíslastöðum. Miðasala hefst í maí.

Gísli á Uppsölum verður síðan á fjölunum alla fimmtudaga í júní á Gíslastöðum Haukadal Dýrafirði

DEILA