Flateyri: björgunarsveitin fær fjórhjól að gjöf

Frá því er greint á facebook síðu björgunarsveitarinnar Sæbjörg á Flateyri að eftir snjóflóðin í janúar hafi einstaklingur haft samband  og spurt hvort það væri ekki eitthvað tæki sem björgunarsveitin þyrfti að eignast sem myndi nýtast vel í starfinu.
Niðurstaðan varð að sveiti fékk að gjöf tvö Arctic cat Alterra 1000cc fjórhjól í hendurnar.

Annað hjólið og tækjabúnaður á þau bæði eru gjöf frá Hinriki Kristjánssyni, Ingibjörgu Kristjánsdóttur og þeirra börnum.

 

„Svona gjöf er aldrei hægt að þakka nægilega vel fyrir en við erum þeim ævinlega þakklát og mun þetta bæta starf sveitarinnar til muna.“ segir í færslunni.

DEILA