covid19: Tvö ný smit á Vestfjörðum.

Lögreglan á Vestfjörðum greinir frá því að tveir einstaklingar hafa greinst, eftir gærdaginn, smitaðir af covid-19. Báðir eru þeir staðsettir í Bolungarvík. Fram kemur að smitrakning hefur leitt í ljós að annað smitið er samfélagssmit en hitt barst frá hópi einstaklinga sem hafði smitast.

Alls hafa 98 smitast og 34 náð bata.  Í sóttkví eru nú 92.

Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum minnir á að það skiptir öllu máli að við höldum vöku okkar og heftum smitleiðir. Góðar leiðbeiningar eru að finna á vefsíðunni covid.is. Mikilvægt er að við leiðbeinum hvort öðru í vinsemd, ef út af ber. Handþvottur, sprittun, halda tveggja metra fjarlægð milli einstaklinga, virða leiðbeiningar er varða sóttkví, einangrun og þ.h.

DEILA