covid19: 400 sýni á Patreksfirði

Frá skimuninni á Patreksfirði. Mynd: Hvest.is

Skimun Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða fyrir Covid-19 smiti, í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu, hefur farið fram á Patreksfirði fimmtudag og föstudag. Skimunin fór fram í félagsheimilinu og var þátttakendum beint um húsið í samræmi við sóttvarnarreglur. Fram kemur á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða að þátttaka hafi verið mjög góð, rúmlega 400 sýni voru tekin á þessum tveimur dögum og komust færri að en vildu.

 

Sýnatakan er unnin af starfsfólki Hvest á Patreksfirði, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum/sjúkraliðanemum. Tekin eru sýni bæði úr nefkoki og hálskoki.

Heildarniðurstöður úr skimuninni eru væntanlegar eftir helgi.

DEILA