Byrjað að leggja Breiðadalslínu í Dýrafjarðargöng

Á vegum Landsnets var byrjað í gær að leggja rafmagnsstrengi í gegnum Dýrafjarðargöngin. Um er að ræða um 18 km langa strengi. Lagðir eru þrír fasar og lengd ganganna er um 6 km.

Gert er ráð fyrir að útdrátturinn og samtenging fasanna taki þrjár vikur.

Landsnet mun láta Breiðadalslínu 1 vera eftir þessum strengjum þegar fram líða stundir en hefur ekki svarað því hvær rafmagnið verður flutt eftir þeim í stað loftínunnar sem í dag liggur yfir Flatafjallið milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar.

Myndir: Landsnet.

Rafmagnsstrengirnir munu liggja eftir þessari rennu inn í göngunum.
DEILA