Bakvörðurinn á sögu af rangfærslum

Árborg Bolungavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Bakvörðurinn á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungavík sem handtekin var í morgun hefur verið látin laus að lokinni yfirheyrslu að því er fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. Þá var framkvæmd húsleit á dvalarstaðnum, Einarshúsi í Bolungavík.

Lögreglan segir að rannsókn málsins standi enn yfir og að ekki sé tímabært að veita frekari upplýsingar.

Samkvæmt heimildum Bæjarins besta er umræddur bakvörður, kona á fertugsaldri,  búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Hefur hún áður orðið uppvís að því að gefa rangar upplýsingar um menntun sína og önnur atriði sem máli skipta.

Til skamms tíma hefur hún einnig gengt ýmsum trúnaðarstörfum, meðal annars hefur setið í stjórn rótgróins stjórnmálaflokks í sínu sveitarfélagi auk þess að vera á framboðslista flokksins í Alþingiskosningum og einnig er hún í stjórn foreldrafélags við skóla í sveitarféaginu.

DEILA