Arnarlax: flytur út 40 þúsund tonn næstu 3 ár

Gísli Ásgeirsson og Björn Hembre við undirritun samningsins.

Arnarlax hf samdi á skírdag við fyrirtækið Akstur og köfun ehf um flutning á 40 þúsund tonnum af eldislaxi næstu 3 árin frá Bíldudal suður til útflutnings.

Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri sagði í samtali við Bæjarins besta að fyrirtækið hefði yfir 11 flutningabílum að ráða og hefði mikla flutningsgetu. En hver bíll getur flutt um 20 tonn af afurðum. Hann sagði að miðvikudaginn fyrir páska hefðu 106 tonn verið flutt suður til útflutnings.

 

DEILA