Árborg: sóttkví aflétt að hluta

Árborg, Bolungavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Sóttkví í nyrðri enda Árborgar, Hvíta hússins, í Bolungavík var aflétt nú í morgun. Þar eru íbúðir fyrir aldraða á tveimur hæðum. Engin smit hafa komið upp í þeim hluta hússins að sögn Súsönnu Bjargar Ástvaldsdóttur, umdæmissóttvarnarlæknis á Vestfjörðum og verður íbúunum í þeim íbúðum heimilt að fara út úr húsakynnum, en þó aðeins í ytri enda hússins. Áfram verður bannaður umgangur um aðalinngang hússins.

Staðan verður metin síðar í dag í  syðri enda hússins, þar sem er Hjúkrunarheimilið Berg og á efri hæð eru íbúðir fyrir aldraða, en smit komu þar upp á báðum hæðum.

 

DEILA