Vefur Vesturbyggðar sigraði í flokki Opinberra vefja ársins 2019 á Íslensku vefverðlaununum sem fóru fram í vefútsendingu föstudaginn 27. mars s.l. Þetta var annað árið í röð sem vefurinn er tilnefndur í þessum flokki, og einnig annað árið í röð sem vefurinn hlýtur verðlaunin.
Það eru samtök vefiðnaðarins sem standa að verðlaununum. Formaður samtakanna er Davíð Rúnarsson.
Vesturbyggð naut leiðsagnar Greips Gíslasonar, ráðgjafa, við undirbúning, gerð og þróun nýs vefs. Hönnun og forritun er í höndum Kolofon. Um myndskreytingar sér Vera Voishvilo.
Í umsögn dómnefndar segir:
Fersk ásýnd opinbera vefsins endurspeglast skemmtilega í vefviðmótinu. Vefurinn er sérlega léttur og þægilegur en skemmtilegar myndskreytingar í líflegum litum gera vefinn mjög eftirminnilegan. Helstu notendaaðgerðir eru hnitmiðaðar og smekklega útfærðar.
Kynning opinbera vefjarins hefst eftir 17:40 mín.
https://www.youtube.com/watch?v=cf7O0R9B-7g