Vesturbyggð : Opinber vefur ársins 2019!

Vefur Vest­ur­byggðar sigraði í flokki Opin­berra vefja ársins 2019 á Íslensku vefverð­laun­unum sem fóru fram í vefút­send­ingu föstu­daginn 27. mars s.l. Þetta var annað árið í röð sem vefurinn er tilnefndur í þessum flokki, og einnig annað árið í röð sem vefurinn hlýtur verð­launin.

Það eru samtök vefiðnaðarins sem standa að verðlaununum. Formaður samtakanna er Davíð Rúnarsson.

Vesturbyggð naut leiðsagnar Greips Gíslasonar, ráðgjafa, við undirbúning, gerð og þróun nýs vefs. Hönnun og forritun er í höndum Kolofon. Um myndskreytingar sér Vera Vois­hvilo.

Í umsögn dómnefndar segir:

Fersk ásýnd opinbera vefsins endurspeglast skemmtilega í vefviðmótinu. Vefurinn er sérlega léttur og þægilegur en skemmtilegar myndskreytingar í líflegum litum gera vefinn mjög eftirminnilegan. Helstu notendaaðgerðir eru hnitmiðaðar og smekklega útfærðar.

 

 

 

Kynning opinbera vefjarins hefst eftir 17:40 mín.

DEILA