Vestri: Tveir sigrar í körfunni – tap í fótboltanum

Karlalið Vestra lék um helgina tvo leiki í körfuknattleik við Sindra frá Hornafirði, sem gerðu sér ferð vestur. leikirnir voru liður í 1. deildinni.

leikar fóru svo að  Vestrapiltarnir unnu báða leikina. Á föstudagskvöldið vann Vestri 91:85. Vestri leiddi í hálfleik með 14 stiga mun en í síðari hálfleik sóttu Sindramenn í sig veðrið og unnu 8 stig til baka. Stigaskor Vestra dreifðist töluvert  á leikmenn. Nemanja og Nebojsa Knezevic voru að venju stigahæstir með 20 og 15 stig, en Ingimar Aron Baldursson gerði 12 stig og Hilmir Hallgrímsson 10 stig.

Í seinni leiknum, sem var á laugardaginn hafði Vestri yfirburði og var með 35 stiga forskot þegar síðasti leikhlutinn hófst. Eitthvað hafa þeir slakað á í fjórða leikhluta því Sindri vann hann með 21 stigi. Fyrir vikið munaði aðeins 14 stigum á liðunum í leikslok.

Nebojsa gerði 22 stig, Nemanja 17 stig og  Hilmir Hallgrímsson 15 stig.

Vestri hefur nú leikið 21 leik og er í 4. sæti með 28 stig. Liðið á eftir 3 leiki.

Vestri : ÍBV 2:3

Vestri lék í gær við ÍBV frá Vestmannaeyjum í Lengjubikarnum og fór leikurinn frá í Breiðholtinu.  Vladimir Tufegdzic náði forystu fyrir Vestra með marki strax á 6. mínúti leiksins. Eyjamenn svöruðu með þremur mörkum á átta mínútna kafla upp úr miðjum hálfleiknum. Vladimir Tufegdzic  svaraði svo strax í kjölfarið með  sínu öðru marki. Fleiri mörk voru ekki gerð í leiknum og fóru því Eyjamenn með sigur af hólmi.

ÍBV er efst í þessum riðli Lengubikarsins með 9 stig en Vestri er í 5. sæti með 6 stig. Ein umferð er eftir og leikur Vestri þá við Stjörnuna.

DEILA