Skíðavikan 2020 blásin af

Samkomubann stjórnvalda hefur þær afleiðingar að ekki verður hægt að halda skíðavíkuna á Ísafirði þetta árið. Hefur hún því formlega verið afboðuð.

Í tilkynningu frá Skíðavikustjóra, Önnu Sigríði Ólafsdóttur, segir að ekkert verði af frekari markaðssetningu Skíðavikunnar í ár og ekki unnið að því að stefna fólki inn á svæðið um páskana.

Samkomubann 1949

Skíðavikan hefur tekið miklum breytingum frá því er hún var fyrst haldin árið 1935 og hefur hún staðið af sér nokkra brotsjói á þessum 85 árum. Hún var felld niður árið 1949 vegna samkomubanns. Á þeim tíma gekk mænuveiki yfir landið og var þá gripið til samkomubanns víða. Á Ísafirði kom það til seinna en í Reykjavík, en að sama skapi náði það lengra fram á árið en syðra með þessum afleiðingum. Hátíðin hefur verið haldin samfellt frá árinu 1979.

 

það má þó segja að nokkur huggun harmi gegn er að allt útlit er fyrir að nægur snjór verði á Ísafirði um páskana, kannski meira en nóg.

 

DEILA