Núpur: lóðinni skipt í þrjár lóðir

Bæjarstjórn Ísafjaraðrbæjar samþykkti einróma á þriðjudaginn tillögu frá  skipulags- og mannvirkjanefnd um að heimila uppskiptingu lóðar Núpur Héraðsskól lnr. 140979 í tvær nýjar landeignir. Lóðinni Núpur Héraðsskóli landnúmer 140979 yrði skipt upp í þrjár smærri lóðir, þ.e. Núpur Héraðsskóli 1 (nýi skólinn), Núpur Héraðsskóli 2 (kvennavist), og Núpur Héraðsskóli 3 (gamli skólinn) um er að ræða tvær nýjar landeignir.

Það var HérNú ehf sem sótti um að fá að skipta lóðinni undir öllum skólabyggingunum eignunum í þrjár lóðir eins og greint var frá á bb.is í desember síðastliðnum.

Lóð 2 er um Kvennavistina, byggingar sem eru frá 1956 og eru skráðar í Þjóðskrá sem skóli, skólastjoraíbúð og Vesturendi. Sú lóð er 5.304 fermetrar að stærð.

Lóð 3 er svo um gamla skólann frá 1931 og byggingar sem eru frá 1948 og 1954 samtals 5.732 fermetrar að stærð. Þar eru samkvæmt Þjóðskrá auk skólahúss frá 1948, norðurálma 1949, íþróttahús 1949 og Vesturálma 1954.

Eftir stendur að aðallóðin verður 81.905 fermetrar í stað 92.941 fermetrar. Þar eru byggingar frá 1964, fimm íbúðir, skóli, lesstofa, mötuneyti og geymsla.

 

DEILA