Milljarður í heilbrigðismál – ekkert til Vestfjarða

Lagt er til að milljarði króna verði varið á þessu ári aukalega til innviðauppbyggingar í heilbrigðiskerfinu samkvæmt  þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak.

Átta hundruð milljónum er skipt á fjóra staði og lagt til að 200 milljónir króna fari hvern stað til endurbóta á Grensásdeild Landspítalans, Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík,  Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi og Heilbrigðisstofnun Vesturlands, einkum til endurbóta á Stykkishólmi.

Ráðist verður í sérstakt átaksverkefni um nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. Áætlað er að 150 milljónir króna renni til þess og er þetta hluti af verkefninu um Stafrænt Ísland. Loks verður 50 milljónum króna varið til áframhaldandi þróunar rafrænnar sjúkraskrár.

Ekkert af þessu fé er merkt til endurbóta eða framkvæmda á Vestfjörðum.

DEILA