Mikill snjór á Bolafjalli

Ratsjárstöðin á Bolafjalli. Mynd: Guðmundur Ragnarsson.

Mikið hefur snjóað í vetur á Bolafjalli að sögn Guðmundar Ragnarssonar starfsmanns Ratsjárstofnunar. Hann segir að varla hafi liðið sá dagur síðan í haust að ekki hafi þurft að moka leiðina upp a fjallið. Starfsmennirnir fara þangað á snjósleða en eftir veginum. Því verður að moka veginn þannig að sleðarnir komist hann með góðu móti.

Ratsjárstofnun hefur samið við Björgunarsveitina um mokstur og er notaður öflugur snjótroðari sem er með tönn að framan.

Eins og sjá má á myndunum sem Guðmundur tók í gær var fallegt veður í gærmorgun upp á fjallinu en gríðarmikil snjóalög. Næg verkefni voru fyrir snjótroðarann.

DEILA