Lengjubikarinn: Vestri vann Fjölni 1:0

Lið Vestra bar á föstudaginn sigurorð af Fjölni í Reykjavík 1:0 í Lengjubikar karla A deild riðli 4. Það var Viktor Júlíusson sem skoraði markið á 42. mínútu í fyrri hálfleik.

Eftir slæmt tap gegn Val í fyrsta leik mótsins hefur Vestri unnið tvo leiki í röð gegn Víkingi Ólafsvík og Fjölni.

Í dag kl14  leikur Vestri við ÍBV frá Vestmannaeyjum á Domusnova vellinum  í Breiðholtinu sem hefur líkt og Vestri unnið tvo leiki og tapað einum.  liðin munu í sumar leika saman í 1. deild Íslandsmótsins  þar sem ÍBV féll úr úrvaldsdeildinni og Vestri vann sig upp úr 2. deildinni.

Sex lið leika í þessum riðli Lengjubikarsins og eru Valur og Stjarnan með 7 stig hvort félag. ÍBV, Fjölnir og Vestri eru með 6 stig hvert og Víkingur Ólafsvík er án stiga.

Leikur Vestra og ÍBV er sá síðasti í 4. umferð riðilsins.

DEILA