Stjórnvöld hafa ákveðið að verja 3,1 milljarð króna til landsáætlunar um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum á árunum 2020-2022.
Verkefnisstjórn hefur gert tillögu um skiptingu fjárins á einstök verkefni. Segir í greinargerð um tillögurnar að skilgreindir ferðamannastaðir, ferðamannaleiðir og ferðamannasvæði á landsáætlun, þar sem aðgerðir hafa þegar hafist fyrir tilstuðlan landsáætlunar eða eru fyrirhugaðar til og með 2022, eru nú 119 talsins. Þar af voru 23 á fyrri áætlunum og er framkvæmdum við þau verkefni lokið eða að ljúka. Einn þeirra er Skrúður í Dýrafirði. Segir að þessi verkefni verði áfram á landsáætlun þótt ekki séu fjárveitingar í þessari áætlun. Eftir standa þá 96 verkefni.
Sex verkefni á Vestfjörðum 141 m.kr.
Sex verkefni á Vestfjörðum eru í tillögu verkefnastjórnar. Stærst þeirra er uppbygging aðstöðu, útsýnispalla og hreinlætisaðstöðu, við ána Dynjandi í Arnarfirði nærri 50 milljónir króna.
Byggja á þjónustuhús við Litlabæ í Skötufirði og er varið 37,6 m.kr. til þess og veruleg uppbygging verður á Látrabjargi 31 m.kr. Önnur verkefni eru í Vatnsfirði göngustígagerð 4 m.kr. , þjónustuhús á Hesteyri 16 m.kr. og göngustígar í Hornvík 3 m.kr.