Ísafjarðarbær: Bryndís Ósk Jónsdóttir verðandi sviðsstjóri

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggur til að Bryndís Ósk Jónsdóttir, lögfræðingur verði ráðinn sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Tillagan verður afgreidd á bæjarstjórnarfundi sem haldinn verður á fimmtudaginn.

Bryndís Ósk Jónsdóttir er búsett á Ísafirði og hefur verið  staðgengill lögreglustjórans á Vestfjörðum.

Alls bárust 17 umsóknir um starfið en tveir drógu umsóknir sínar til baka þannig að valið stóð á milli 15 umsækjenda.

DEILA