Ísafjarðarbær: aukið fiskeldi

Ísafjarðarbær leggur áherslur á aukið fiskeldi í Ísafjarðarbæ og vill koma eldi af stað í Ísafjarðardjúpi og í önundarfirði.

Þetta er meðal áhersluatriða sem stjórnvöld fengu frá bæjarráði ísafjarðarbæjar á dögunum þegar þau leituðu eftir ábendingum um framkvæmdir sem setja mætti af stað til þess að styrkja efnahagslífið og vinna gegn fyrirsjáanlegum samdrætti vegna kórónuveirufaraldursins.

Daníel Jakobsson, formaður bæjarráðs segir að lögð hafi verið áhersla á verkefni sem eru komin vel á veg í hönnun og tilbúin til framkvæmda.

Nefndi hann eftirfarandi verkefni:

  1. Sundabakki – ný viðlegukantur og landfylling. Þetta verkefni er komið á samgönguáætlun og við erum tilbúin með okkar hluta fjármagns. Þetta gerir það að verkum að við getum tekið stærri skemmtiferðaskip að bakka og afhent lóðir sem eru næst bakkanum og hefur nú þegar verið úthlutað til stórra fyrirtækja.
  2. Dynjandisheiði – flýta eins og kostur er.
  3. Uppbygging fiskeldis, þar var lögð áhersla á Ísafjarðardjúp og Önundarfjörð. Að koma eldi af stað á báðum stöðum.
DEILA