Fundu 3,2 milljónir króna 24 árum eftir skiptalok

Útgerðarfélag Bíldælinga hf varð gjaldþrota 1993 og skiptum lauk 1995. Í fyrra var málið tekið upp að nýju þar sem bankareikningur á nafni félagsins fannst í Landsbankanum. Á reikningnum reyndust vera 3.247.272 kr.

Skiptunum lauk að nýju fyrir skömmu. Kristján Óskar Ásvaldsson, lögmaður var skiptastjóri og sagði hann í samtali við Bæjarins besta að  kröfuhafar í búið á sínum tíma hefðu allir verið ýmist orðnir gjaldþrota eða ekki til lengur  og því hefði það orðið niðurstaðan að ráðstafa fénu til ríkissjóðs.

 

DEILA