Einn í einangrun og þrír í sóttkví á Patreksfirði

Umdæmislæknir sóttvarna í heilbrigðisumdæmi Vestfjarða hefur sett einn einstakling í heimaeinangrun og þrjá í heimasóttkví á Patreksfirði vegna gruns um COVID-19. Öll voru þau að ferðast erlendis saman í hóp. Sýni hafa verið send á Landspítalann til greiningar. Þetta eru fyrstu sýnin sem tekin hafa verið á Patreksfirði og nágrenni. Áfram er einn í sóttkví á Ísafirði.

Frá þessu er greint á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða rétt í þessu.

DEILA