Drangsnes: vilja nýja borholu

Heitu pottarnir á Drangsnesi. Mynd: Westfjords.is

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps hefur samþykkt að senda erindi til stjórnvalda um stuðning við nýja borholu á Drangsnesi vegna hitaveitu í þorpinu. Tildrögin eru þau að Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskað eftir samvinnu við sveitarfélög um framkvæmdir sem gætu skapað atvinnu til skamms tíma og eru í þágu almannahags vegna þeirra aðstæðna sem Covid 19 veiran veldur í íslenski samfélagi.

Segir í bókun sveitarstjórnar að öll gögn eru fyrirliggjandi og var oddvita falið að ganga frá formlegu erindi.

Skömmu fyrir aldamót var borað niður á heitt vatn í þorpinu og var lögð hitaveita í hvert hús. Heitir pottar eru í fjöruborðinu og sundlaug var byggð og opnuð 2005.

DEILA