Bolungavík: Stigahlíð 2-4 og Holtabrún 14-16 komin á ljósleiðara

Bolungavík: Stigahlíð 2 - 4 í forgrunni og blokkin Holtabrún 14-16 fjær. Mynd: ja.is

Á dögunum var byrjað að tengja fyrstu eignirnar í Bolungavíkurkaupstað við ljósleiðarakerfi Snerpu en íbúar í fjölbýlishúsunum í Stigahlíð 2-4 og Holtabrún 14-16 eiga nú kost á því að tengjast ljósleiðaranum.

Snerpa lagði ljósleiðara í lok síðasta árs frá brunni við Hólsárbrú í Bolungavík inn að Þjóðólfstungu í samstarfi við Bolungavíkurkaupstað og undanfarnar vikur hefur verið unnið að tengingum og frágangi á virku kerfi sem notendur geta nú tengst.

DEILA