Arnarlax: vill fleiri meltutanka á Bíldudal

Bíldudalshöfn.

Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar samþykkti í gær umsókn frá Arnarlax hf þess efnis að fá að bæta við þriðja tankinum undir meltu við NV-horn meltu- og vatnshreinsistöðvar við Strandgötu 10-12 á Bíldudal.

Áður var búið að samþykkja uppsetningu á þremur tönkum, tveimur undir meltu og einum jöfnunartanki fyrir vatnshreinsistöð. Erindinu fylgir uppdráttur unnin af Hugsjón, dags. 14.02.2020.

 

Nefndin samþykkti erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningu og vísaði erindinu áfram til hafna- og atvinnumálaráðs Vesturbyggðar.

 

DEILA