The Icelandic Wildlife Fund: 31 m.kr í tekjur árin 2017 og 2018

The Icelandic Wildlife Fund hafði 18,4 m.kr. í tekjur á stofnárinu 2017 og 13 m.kr. á árinu 2018. Samtals voru tekjurnar 31,4 m.kr. á þessum tveimur árum. þetta kemur fram í ársreikningi sjóðsins sem Jón Kaldal ritstjóri vefsíðu IWF  hefur sent Bæjarins besta. Jón segir einhvern misskilning hafa leitt til þess að ársreikingurinn var ekki sendur til Ríkisendurskoðunar og að það verði athugað hver ástæðan er.

Útgjöld þessi tvö ár eru samtals um 31 milljón króna og  afkoman í jafnvægi.

Styrkir eru megintekjurnar 17 m.krk á árinu 2017 og 13 m.kr. árið 2018. Fyrra árið eru vörukaup langstærsti útgjaldaliðurinn eða 15,5 m.kr. en seinna árið aðkeypt þjónusta sem var 12,7 m.kr.

Jón Kaldal hafnaði óskum um frekari sundurliðun á helstu liðum reikningsins, styrkveitingum, vörukaupum og aðkeyptri þjónustu.

Sjóðurinn er til heimilis að Brekkustíg 3a í Reykjavík. Stofnendur að jöfnu eru Ingólfur Ásgeirsson og Lilja R. Einarsdóttir.

DEILA