Teigskógur: framkvæmdaleyfi væntanlega afgreitt á þriðjudaginn

Vegagerðin sótti í desember 2019 um framkvæmdaleyfi fyrir veglínu fyrir Vestfjarðaveg 60 um Gufudalssveit samkvæmt svonefndri ÞH leið, sem liggur að hluta til í jaðri Teigskógs í Þorskafirði.  Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri segir að í gær hafi verið fundur um framkvæmdaleyfið. Hann segir að málið verði tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar sveitarfélagsins á fimmtudaginn og þar verði það væntanlega afgreitt til sveitarstjórnar sem verður með fund næstkomandi þriðjudag. Það stefnir því að sveitarstjórn muni afgreiða umsóknina í næstu viku og samþykkja hana.

 

Fyrir tveimur árum var málið komið  á lokastig í sveitarstjórn Reykhólahrepps  þegar ÞH leiðin var samþykkt  8. mars 2018 með 4 atkvæðum gegn 1, en því var svo  frestað m.a. fyrir aðkomu Sigurðar Gísla Pálmasonar, stjórnarformanns IKEA sem bauð 5 milljónir króna til þess að kosta athugun á annarri leið. Skipulagsstofnun beitti sér einnig mjög gegn ÞH leiðinni og þrýsti mjög á frestun málsins meðan athugun á öðru leiðavali færi fram.

DEILA