Skotfimi: eitt gull og tvö brons

Frá verðlaunaafhendingu í Kópavoginum.

Skotíþróttafélag Ísafjarðabæjar gerði góða ferð í Kópavoginn um helgina. Þar fór fram landsmót í skotfimi og var keppt með riffli.

Í keppni í skotfimi af 50 metra færi og í liggjandi stöðu varð Guðmundur Valdimarsson í þriðja sæti með 613,5 stig.  Í liðakeppni í sömu grein varð A lið Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar í efsta sæti með 1817,4 stig. Sveitina skipuðu Valur Richter, Ívar Már Valsson og Guðmundur Valdimarsson.

Þá var einnig keppt í skotfimi af 50 metra færi í þrístöðu. Þar varð Valur Richter í 3. sæti með 1008 stig.

DEILA