Samgönguráðherra: árleg auking til samgönguframkvæmda og framkvæmdum flýtt

Samgönguráðherra á fjórðungsþingi Vestfirðinga á Hólmavík í haust. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksin skrifar á facebook síðu sína í gær um samgöngumál. Sigurður Ingi segir miklar framkvæmdir  í gangi  og að fjármagn muni aukast um 4 milljarða króna á ári næstu 5 ár.

 

„Sjaldan eða aldrei hafa vegaframkvæmdir verið jafn umfangsmiklar og nú. Það er skynsamlegt, ýtir undir hagvöxt og af nægu er að taka. Þess vegna hef ég lagt tvisvar sinnum fram samgönguáætlun á jafnmörgum árum.
Það er helst að frétta að:
Fjármagn til vegaframkvæmda mun aukast um 4 milljarða hvert ár næstu 5 árin.
Framkvæmdum upp á 214 milljarða verður flýtt.
Fjármagn til viðhalds og þjónustu mun aukast um milljarð á ári næstu 15 árin.
Samkomulag um beina fjármögnun ríkisins í samgöngusáttmála upp á 45 milljarða (alls 120 ma.kr).
Flýtifjármögnun og samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir upp á rúma 20 milljarða fyrir utan tvöföldun Hvalfjarðarganga og Sundabraut sem er í deiglunni.
Auk fyrstu flugstefnu Íslands og fyrstu heildarstefnu um almenningssamgöngur milli byggða.
Nú er það í höndum Alþingis að fjalla um samgönguáæltun og í höndum skipulagsmála að undirbúa jarðveginn svo hægt sé að stinga skóflunni og byrja. Allir klárir í bátana.“

 

DEILA