Rafmagnslaust í Önundarfirði

Verulegar truflanir hafa verið á rafmagnsflutningum í Önundarfirði í dag. Snemma í dag datt varaaflið út og varð þá rafmagnslaust í sveitinni. Skömmu síðar kom varaafl inn.  Rafmagn var svo tekið af um kl 20 í kvöld þar sem vinna þyrfti við snjómokstur í tengivirkinu í Breiðadal. Hefur rafmagn á Flateyri verið skammtað síðan.

Nú rétt áðan tilkynnti Orkubú Vestfjarða að taka þyrfti rafmagnið af sveitinni um kl 21 í kvöld og að rafmagnslaust yrði fram á nótt.

DEILA