Knattspyrna: Vestri vann Víking Ólafsvík 3:0

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson.

Vestri og Víkingur Ó. mættust í gær í í riðli 4 í A-deild Lengjubikarsins. Leikið var í Akraneshöllinni.

Vestra-mennáttu góðan leik og  komust yfir strax á 6. mínútu með marki Daniel Osafo-Badu. Viktor Júlíusson skoraði annað mark Vestra á 26. mínútu og tíu mínútum síðar var staðan orðin 3-0 en þá skoraði Vladimir Tufegdzic.

þetta var annar leikur Vestra í þessu undirbúningsmóti. Í fyrsta leiknum tapaði Vestri fyrir Val 5:0. Nú brá svo við að Valur tapaði fyrir Fjölni 3:2 og eru því Valur og Vestri með jafnmörg stig eftir tvo leiki. ÍBV trónir á toppnum með tvo sigra og 6 stig.

Taflan fengin af vef Fotbolti.net.

DEILA