Ísafjörður: fær 6 mánaða laun en ekki starfstengdar greiðslur

Gengið hefur verið frá starfslokasamningi Ísafjarðarbæjar við Guðmund Gunnarsson fráfarandi bæjarstjóra. Bæjarráð hefur samþykkt samninginn sem er í samræmi við starfslokaákvæði í ráðningarsamningnum frá 2018. Guðmundur fær full laun í janúar og síðan í sex mánuði þaðan í frá. Hins vegar falla strax niður starfstengdar greiðslur. Athyglisvert er að allir fulltrúar í bæjarráði samþykkja starfslokasamninginn, bæði frá meirihluta og minni hluta.

 

DEILA