
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar segir í ályktun um frumvarp ríkisstjórnarinnar um sameiningu sveitarfélaga að lögin muni hafa jákvæð áhrif á starfsemi sveitarfélaga, styrki þau og auðveldi að veita betri þjónustu. Þá telur bæjarstjórnin mikilvægt að Jöfnunarsjóði séu tryggð framlög til að styðja við sameiningar sveitarfélaga.
Samþykktin var gerð með 8 atkvæðum gegn 1. Sigurður J. Hreinsson, Í lista, greiddi atkvæði á móti tillögunni.