Hattardalsá: veitt framkvæmdaleyfi fyrir nýjum vegi

Súðavíkurhreppur hefur samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir nýjum 2,2, km vegi með byggingu nýrrar brúar. Vegurinn liggur um þrjár jarðir, Minni Hattardal og Meiri Hattardal  og Meiri Hattardal II. Fyrir liggur leyfi landeigenda. Skipulagsstofnun kom að þeirri niðurstöðu að framkvæmdin væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nýi vegurinn og brúin munu leggja um leirur Hattardalsárinnar og raska þeim á 0,9 ha svæði.

Framkvæmdirnar munu bæta umferðaröryggi á Djúpvegi.

DEILA