Átak hverfisráð: meiri þjónustu á Gemlufallsheiði

Þingeyri. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Átak, hverfisráð íbúa á Þingeyri benda á, í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri, á nokkur atriði í samgöngumálum sem þarf að bæta úr til að auka öryggi íbúanna.

Í upphafi ályktunar sinnar segir að íbúasamtökin Átak fagni því að ekkert manntjón varð, og giftusamleg björgun átti sér stað. Samtökin harma jafnframt að varnargarðarnir hafi ekki reynst fullnægjandi. Það er von samtakanna að úr því verði bætt.

Betri veg um Hvilftarströnd

„Viljum við benda á það hvort að ekki þurfi að gera akveg frá gatnamótum Flateyrar öruggari með uppbyggingu nýs vegar með sjó fram til Flateyrar. Slíkur vegur gæti reynst öruggari m.t.t. snjóflóða, sem hafa valdið tíðum lokunum.

Lýsing og símasamband á Gemlufallsheiði

Í beinu framhaldi, er varðar öryggi Vestfirðinga, sérstaklega með tilliti til aukinnar umferðar í kjölfar opnunar Dýrafjarðargangna, vilja samtökin benda á að á Gemlufallsheiði miðri, þar
sem helst er vona á að bílar geti fests vegna verðurfarsaðstæðna, er símasamband ekkert.
Einnig vilja samtökin velta því upp hvort sú lýsing sem tekin var niður af Óshlíðinni gæti nýst til þessa að lýsa upp heiðina.

Samtökin leggja gríðarlega áherslu á að hraðað verði framkvæmdum yfir Dynjandisheiði.

Erindi rætt um að síðasta mokstursferð yfir Gemlufallsheiði verði kl. 21-22 í stað 20. Fjöldi
fólks sækir vinnu og íþróttir yfir á Ísafjörð en færð stoppar oft för.

DEILA